Píratar taka upp formannsembætti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 19:55 Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata og situr í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði fram krafta sína sem formaður eða varaformaður flokksins á næsta aðalfundi. Vísir/Ívar Fannar Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“ Píratar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í framkvæmdastjórn, segir að um sé að ræða stærstu breytingu á skipulagi Pírata frá stofnun flokksins 2012, sem hefur verið formannslaus frá upphafi. „Ég held það sé mikilvægt að hafa ákveðið umboð með skýrum ákvæðum. Annars getur fólk sem er kannski sterkir persónuleikar sankað að sér áhrifum án þess að þau séu sérstaklega skilgreind,“ segir hún. „Við erum ennþá grasrótarflokkur, en grasrótin getur haft tækifæri til að fela ákveðið traust í einhverjum til að hafa frumkvæði, og til að bera ábyrgð.“ Formannsleysið hafi skapað önnur vandamál Alexandra segir að Píratar hafi ekki viljað hafa formann öll þessi ár til að aðgreina sig frá hinum hefðbundna flokkastrúktúr, til að leggja áherslu á að Píratar snerust um stefnu en ekki einstaklinga. „En reynslan hefur sýnt að með því að vera of tortryggin á þetta uppgötvuðum við önnur vandamál í staðinn.“ „Þetta verður kannski ekki eins og formaður í öðrum flokkum, það verður ekki æðsti prestur sem getur rekið fólk eftir geðþótta. En það verður einhver sem mun hafa þetta hlutverk, mun leiða flokkinn ef við skyldum taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum til dæmis.“ „Þetta þýðir bara að við vitum hver hefur umboðið, og það er hægt að fjarlægja það ef einhver stendur ekki undir því. Það er hægt að lýsa yfir vantrausti ef svo ber undir.“ Annar aðalfundur á næstu mánuðum Alexandra segir að lagabreytingin hafi verið sú umdeildasta af þeim sem samþykktar voru á fundinum, en hún hafi þó verið samþykkt með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Aukaaðalfundur muni fara fram eftir einn eða tvo mánuði, þar sem kosið verður í embættin og aðrar stjórnir flokksins. Íhugar þú framboð í formann eða varaformann? „Ég er núna í framkvæmdastjórn, og það er ekkert ósennilegt að ég vilji áfram vera í stjórn. En ég þarf aðeins að hugsa hvort ég vilji gefa kost á mér sem formaður eða varaformaður.“ „Eins og ég segi, ég hef alveg áhuga á þessu, en það er alls konar sem gæti haft áhrif.“
Píratar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira