Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar 22. september 2025 08:33 Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun