Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 22. september 2025 13:00 Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun