„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:34 Lögreglan hefur boðað til þriðja blaðamannafundarins vegna drónanna. Sá fyrsti var klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, aftur klukkan 7 í morgun og sá þriðji klukkan 9:30. AP/Emil Helms Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira