Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. september 2025 20:31 Hlynur Ísak Vilmundarson býr í Ósló. Vísir/EPA/Terje Pedersen Íslendingur í Ósló segir íbúum brugðið eftir að handsprengja var sprengd í rólegu hverfi í gær. Tveir þrettán ára eru í haldi lögreglunnar vegna málsins, sem talið er tengjast deilum glæpasamtaka. Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglunnar í Ósló eftir að handsprengja var sprengd við Pilestredet í miðbæ borgarinnar í gærkvöld. Norskir miðlar segja öðrum drengjanna hafa verið lofaðar þrjátíu þúsund norskar krónur, tæpar 360 þúsund íslenskar, fyrir verknaðinn. Lögregla telur málið tengjast sænsku glæpasamtökunum Foxtrot og deilum meðlima samtakanna við önnur sambærileg samtök. Heyrðist svaka hvellur Hlynur Ísak Vilmundarson er búsettur í næstu götu við þar sem sprengingin varð segist hafa heyrt vel í henni. „Við sátum bara uppi í sófa að horfa á The Office, eins og maður gerir á þriðjudagskvöldi. Þá heyrist svaka hvellur og við höldum fyrst að þetta séu bara flugeldar í ruslatunnu en þetta var aðeins kröftugra. Það heyrðist alveg vel í þessu. Maður fór að velta þessu fyrir sér á fullu, svo lásum við fréttirnar,“ segir Hlynur. Við aðgerðir lögreglunnar á svæðinu fannst önnur handsprengja sem hafði ekki sprungið. Hlynur segir það hafa verið skrítna tilfinningu að vita það. „Við erum ekki vön svona. Ég hef áður búið í Noregi í tíu ár. Fyrir utan hryðjuverkaárásina 2011 hefur maður ekki mikið heyrt af einhverju svona,“ segir Hlynur. Hafa áhyggjur Hverfið sé almennt mjög friðsælt. Hann segir Norðmönnum vera brugðið vegna málsins. „Maður heyrir alveg sífellt meira af því að fólk hafi áhyggjur af því að glæpagengin noti ungmenni. Maður heyrir mikið af því frá fólki í kring. Fólk í þessu hverfi er ekki vant þessu,“ segir Hlynur. Noregur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglunnar í Ósló eftir að handsprengja var sprengd við Pilestredet í miðbæ borgarinnar í gærkvöld. Norskir miðlar segja öðrum drengjanna hafa verið lofaðar þrjátíu þúsund norskar krónur, tæpar 360 þúsund íslenskar, fyrir verknaðinn. Lögregla telur málið tengjast sænsku glæpasamtökunum Foxtrot og deilum meðlima samtakanna við önnur sambærileg samtök. Heyrðist svaka hvellur Hlynur Ísak Vilmundarson er búsettur í næstu götu við þar sem sprengingin varð segist hafa heyrt vel í henni. „Við sátum bara uppi í sófa að horfa á The Office, eins og maður gerir á þriðjudagskvöldi. Þá heyrist svaka hvellur og við höldum fyrst að þetta séu bara flugeldar í ruslatunnu en þetta var aðeins kröftugra. Það heyrðist alveg vel í þessu. Maður fór að velta þessu fyrir sér á fullu, svo lásum við fréttirnar,“ segir Hlynur. Við aðgerðir lögreglunnar á svæðinu fannst önnur handsprengja sem hafði ekki sprungið. Hlynur segir það hafa verið skrítna tilfinningu að vita það. „Við erum ekki vön svona. Ég hef áður búið í Noregi í tíu ár. Fyrir utan hryðjuverkaárásina 2011 hefur maður ekki mikið heyrt af einhverju svona,“ segir Hlynur. Hafa áhyggjur Hverfið sé almennt mjög friðsælt. Hann segir Norðmönnum vera brugðið vegna málsins. „Maður heyrir alveg sífellt meira af því að fólk hafi áhyggjur af því að glæpagengin noti ungmenni. Maður heyrir mikið af því frá fólki í kring. Fólk í þessu hverfi er ekki vant þessu,“ segir Hlynur.
Noregur Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira