Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:47 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun