Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 1. október 2025 06:00 Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun