Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:19 Net- og fjarskiptaþjónusta er smám saman að komast aftur á í Afganistan, eftir að hafa legið niðri í meira en tvo daga. epa/Qudratullah Razwan Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“ Afganistan Mannréttindi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“
Afganistan Mannréttindi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira