Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:19 Net- og fjarskiptaþjónusta er smám saman að komast aftur á í Afganistan, eftir að hafa legið niðri í meira en tvo daga. epa/Qudratullah Razwan Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“ Afganistan Mannréttindi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“
Afganistan Mannréttindi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira