„FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2025 07:03 Gianni Infantino og Donald Trump. Getty Images/Richard Sellers Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars. Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars.
Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36