Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar 6. október 2025 07:32 Dagana 6.–10. október 2025 verður haldin alþjóðleg vika tileinkuð hamingju og vellíðan í starfi (The International Week of Happiness at Work). Markmiðið með vikunni er að beina athyglinni að því hversu miklu máli vinnan skiptir fyrir lífsgæði okkar og hvernig við getum með sameiginlegu átaki gert vinnustaðinn að betri stað til að vera á. Við verjum stórum hluta ævinnar á vinnustaðnum og áhrif vinnunnar ná langt út fyrir skrifborðið. Hún hefur áhrif á svefn, líkamlega heilsu, sambönd og sjálfsmynd. Rannsóknir sýna að 27% starfsfólks upplifir að minnsta kosti einn slæman vinnudag í hverri viku. Þetta er sláandi tölfræði sem undirstrikar að vinnan getur bæði eflt og skert líðan okkar. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvernig líður mér í vinnunni? Um hvað snýst vellíðan í starfi? Til að bæta vellíðan í starfi þurfum við fyrst að skilja hvað hún felur í sér. Vellíðan í starfi snýst ekki aðeins um að verkefnin séu áhugaverð eða að starfsfólk hafi gaman af vinnunni. Hún byggist á dýpri þáttum sem móta daglega upplifun okkar á vinnustaðnum: Að finna tilgang og að starf okkar hafi merkingu. Þegar við vitum hvers vegna við vinnum og sjáum að framlag okkar skiptir máli, eykst bæði drifkraftur og ánægja. Að fá tækifæri til vaxtar og þróunar. Starfsfólk sem getur lært, vaxið og þróað hæfileika sína upplifir að vinnan sé lifandi og gefandi. Að eiga jákvæð samskipti við samstarfsmenn. Góð samskipti og traust skapa öryggi og styðja við samstarf og liðsheild. Að upplifa virðingu, traust og sanngirni. Þegar fólk finnur að það sé virt og að komið sé fram við það af sanngirni, eykst trúin á vinnustaðinn og tengslin við hann styrkjast. Þegar þessir þættir eru til staðar verður starfsfólk ekki aðeins ánægðara heldur nýtur vinnustaðurinn góðs af. Hamingjusamt starfsfólk: nýtur betri heilsu, bæði líkamlegrar og andlegrar sýnir meiri virkni, þátttöku og áhuga upplifir meiri starfsánægju er sjaldnar frá vinnu vinnur betur saman, sem styrkir liðsheildina er afkastameira, sem skilar sér í betri árangri sýnir meiri tryggð við vinnustaðinn Þannig hagnast bæði einstaklingar og vinnustaðir á því að vellíðan í starfi sé sett á dagskrá. Þetta er tvíhliða ávinningur sem enginn vinnustaður ætti að horfa fram hjá. Tilgangur alþjóðlegu hamingjuvikunnar Markmið alþjóðlegu hamingjuvikunnar er að hvetja til opinnar umræðu um vellíðan í starfi, tengja saman einstaklinga og fyrirtæki sem vilja efla ánægju, og hvetja vinnustaði til að prófa einfaldar, hagnýtar leiðir til aukinnar vellíðanar. Hamingjuvikan er hvatning til allra vinnustaða um að taka þátt á sínum forsendum. Það þarf ekki mikla fjármuni eða stórar aðgerðaáætlanir. Í starfi mínu sem leiðbeinandi hef ég oft séð að lítil skref geta haft ótrúleg áhrif á stemninguna á vinnustaðnum og samskiptin. Hvernig má fagna hamingjuvikunni Hamingjuvikan býður upp á frábært tækifæri til að prófa nýjar leiðir til að efla vellíðan. Hér eru nokkrar hugmyndir sem henta flestum vinnustöðum: Að halda stuttan „vellíðanarfund“ þar sem starfsfólk deilir því sem gerir vinnuna gefandi Að skipuleggja sameiginlegan kaffitíma eða hádegisgöngu til að efla tengsl Að setja upp „þakklætisvegg“ þar sem hægt er að hengja upp jákvæð skilaboð til samstarfsmanna Að bjóða upp á örnámskeið í núvitund, jákvæðri sálfræði eða hláturjóga Að bjóða upp á slökunarhorn á vinnustaðnum þar sem fólk getur dregið sig í hlé í stutta stund. Að búa til „hamingjukassa“ fyrir þakkar- eða hvatningarmiða sem eru síðan lesnir upp á fundum. Að skipuleggja sameiginlega sjálfboðaliðavinnu til að styrkja liðsheildina og leggja samfélaginu lið Að bjóða upp á skapandi verkefni eins og listavegg, ljósmyndasamkeppni eða bókaskipti til að efla sköpun og samkennd. Að prófa starfaskipti í eina klukkustund til að auka skilning á störfum hvers annars. Að fagna litlum sigrum með einföldum hætti, hvort sem það er að klára verkefni eða ná sameiginlegum markmiðum Slíkar hugmyndir virka best þegar þær eru aðlagaðar að menningu vinnustaðarins og þegar starfsfólkið sjálft fær að taka þátt í að móta þær. Lokaorð Hamingjuvikan er kjörið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Hver veit nema lítil hugmynd í ár verði upphafið að varanlegri breytingu til hins betra, breytingu sem gerir vinnudaginn aðeins bjartari fyrir alla. Spurningin er: Ætlar þú og þinn vinnustaður að taka þátt í hamingjuvikunni? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Vinnustaðurinn Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Dagana 6.–10. október 2025 verður haldin alþjóðleg vika tileinkuð hamingju og vellíðan í starfi (The International Week of Happiness at Work). Markmiðið með vikunni er að beina athyglinni að því hversu miklu máli vinnan skiptir fyrir lífsgæði okkar og hvernig við getum með sameiginlegu átaki gert vinnustaðinn að betri stað til að vera á. Við verjum stórum hluta ævinnar á vinnustaðnum og áhrif vinnunnar ná langt út fyrir skrifborðið. Hún hefur áhrif á svefn, líkamlega heilsu, sambönd og sjálfsmynd. Rannsóknir sýna að 27% starfsfólks upplifir að minnsta kosti einn slæman vinnudag í hverri viku. Þetta er sláandi tölfræði sem undirstrikar að vinnan getur bæði eflt og skert líðan okkar. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvernig líður mér í vinnunni? Um hvað snýst vellíðan í starfi? Til að bæta vellíðan í starfi þurfum við fyrst að skilja hvað hún felur í sér. Vellíðan í starfi snýst ekki aðeins um að verkefnin séu áhugaverð eða að starfsfólk hafi gaman af vinnunni. Hún byggist á dýpri þáttum sem móta daglega upplifun okkar á vinnustaðnum: Að finna tilgang og að starf okkar hafi merkingu. Þegar við vitum hvers vegna við vinnum og sjáum að framlag okkar skiptir máli, eykst bæði drifkraftur og ánægja. Að fá tækifæri til vaxtar og þróunar. Starfsfólk sem getur lært, vaxið og þróað hæfileika sína upplifir að vinnan sé lifandi og gefandi. Að eiga jákvæð samskipti við samstarfsmenn. Góð samskipti og traust skapa öryggi og styðja við samstarf og liðsheild. Að upplifa virðingu, traust og sanngirni. Þegar fólk finnur að það sé virt og að komið sé fram við það af sanngirni, eykst trúin á vinnustaðinn og tengslin við hann styrkjast. Þegar þessir þættir eru til staðar verður starfsfólk ekki aðeins ánægðara heldur nýtur vinnustaðurinn góðs af. Hamingjusamt starfsfólk: nýtur betri heilsu, bæði líkamlegrar og andlegrar sýnir meiri virkni, þátttöku og áhuga upplifir meiri starfsánægju er sjaldnar frá vinnu vinnur betur saman, sem styrkir liðsheildina er afkastameira, sem skilar sér í betri árangri sýnir meiri tryggð við vinnustaðinn Þannig hagnast bæði einstaklingar og vinnustaðir á því að vellíðan í starfi sé sett á dagskrá. Þetta er tvíhliða ávinningur sem enginn vinnustaður ætti að horfa fram hjá. Tilgangur alþjóðlegu hamingjuvikunnar Markmið alþjóðlegu hamingjuvikunnar er að hvetja til opinnar umræðu um vellíðan í starfi, tengja saman einstaklinga og fyrirtæki sem vilja efla ánægju, og hvetja vinnustaði til að prófa einfaldar, hagnýtar leiðir til aukinnar vellíðanar. Hamingjuvikan er hvatning til allra vinnustaða um að taka þátt á sínum forsendum. Það þarf ekki mikla fjármuni eða stórar aðgerðaáætlanir. Í starfi mínu sem leiðbeinandi hef ég oft séð að lítil skref geta haft ótrúleg áhrif á stemninguna á vinnustaðnum og samskiptin. Hvernig má fagna hamingjuvikunni Hamingjuvikan býður upp á frábært tækifæri til að prófa nýjar leiðir til að efla vellíðan. Hér eru nokkrar hugmyndir sem henta flestum vinnustöðum: Að halda stuttan „vellíðanarfund“ þar sem starfsfólk deilir því sem gerir vinnuna gefandi Að skipuleggja sameiginlegan kaffitíma eða hádegisgöngu til að efla tengsl Að setja upp „þakklætisvegg“ þar sem hægt er að hengja upp jákvæð skilaboð til samstarfsmanna Að bjóða upp á örnámskeið í núvitund, jákvæðri sálfræði eða hláturjóga Að bjóða upp á slökunarhorn á vinnustaðnum þar sem fólk getur dregið sig í hlé í stutta stund. Að búa til „hamingjukassa“ fyrir þakkar- eða hvatningarmiða sem eru síðan lesnir upp á fundum. Að skipuleggja sameiginlega sjálfboðaliðavinnu til að styrkja liðsheildina og leggja samfélaginu lið Að bjóða upp á skapandi verkefni eins og listavegg, ljósmyndasamkeppni eða bókaskipti til að efla sköpun og samkennd. Að prófa starfaskipti í eina klukkustund til að auka skilning á störfum hvers annars. Að fagna litlum sigrum með einföldum hætti, hvort sem það er að klára verkefni eða ná sameiginlegum markmiðum Slíkar hugmyndir virka best þegar þær eru aðlagaðar að menningu vinnustaðarins og þegar starfsfólkið sjálft fær að taka þátt í að móta þær. Lokaorð Hamingjuvikan er kjörið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Hver veit nema lítil hugmynd í ár verði upphafið að varanlegri breytingu til hins betra, breytingu sem gerir vinnudaginn aðeins bjartari fyrir alla. Spurningin er: Ætlar þú og þinn vinnustaður að taka þátt í hamingjuvikunni? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar