Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:37 Aron Rafn Eðvarðsson varði 27 skot í marki Hauka. vísir/ernir Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35. Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin. Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin.
Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35