Skoðun

Les­skilningur eða les­blinda???

Jóhannes Jóhannesson skrifar

Ég er á þeirri skoðun að það sé misskilningur í menntakerfinu um mælingu um getu til að lesa sér til gagns.

Tökum sem dæmi, Konan mín getur lesið bók á tveimur dögum og man allt sem gerðist í bókinni á meðan það tekur mig tvær vikur að gera það sama.

Svo ég fór að hugsa að ef viðmiðið er að ef allir geti lesið 100 orð á mínútu þá er það metið að þau geta lesið sér til gagns?

Ef ég les 100 orð á mínútu, sem ég gæti gert á góðum degi þá man ég yfirleitt ekkert um hvað ég las. Ég þarf að lesa hverja setningu 3-4 sinnum til að ná henni.

Hvernig væri að hætta þessu hraðaviðmiði og leyfa hverjum og einum að lesa á sínum hraða og síðan meta lesskilning?

Ég hins vegar les enskan texta margfalt hraðar einhverja hluta vegna.

Kveðja, Jóhannes.

Höfundur er rafvirki.




Skoðun

Skoðun

Tími til kominn

Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×