Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 13:45 Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun