Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 9. október 2025 14:31 Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Samfélagsmiðlar Viðreisn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun