Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar 10. október 2025 16:02 Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Tengdar fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár.
„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar