Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar 10. október 2025 16:02 Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Tengdar fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár.
„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar