Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 16. október 2025 07:02 Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun