Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 16:59 Karl Gauti segir alla geta verið sammála um að Trump eigi stærstan þátt í vopnahléinu sem nú er í gildi á Gasa. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. „Fyrir nokkrum dögum tókst að ná samningum um vopnahlé í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir geta verið sammála um að forseti Bandaríkjanna eigi mestan þátt í að átökunum linnti og gíslunum var sleppt,“ sagði Karl Gauti í ræðu sinni í dagskrárliðnum störf þingsins á þingfundi dagsins. Vopnahlé Ísraelsstjórnar og Hamas tók gildi á föstudaginn. Samkomulagið er fyrsti fasi að varanlegum friði á svæðinu og felur í sér að hersveitir Ísraelshers hörfi af stórum hluta Gasa og sleppi fjölda palestínskra fanga í skiptum fyrir gísla úr haldi Hamas. Fanga- og gíslaskipti fóru fram á mánudag. Hann bendir á að Amir Ohana, forseti ísraelska þingsins, hafi á mánudag tilkynnt að hann, ásamt Mike Johnson, forseta bandaríska þingsins, ætlaði að hvetja þingforseta um allan heim til að til að leggja fram tilnefningu um að Trump hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Hann segir leiðtoga víða í heiminum, þar með talið í Pakistan, hafa tekið undir með þingforsetunum. „Frú forseti. Má ekki gera ráð fyrir að forseti Alþingis muni taka vel í þessa hvatningu varðandi veitingu friðarverðlauna Nóbels frá umræddum þingforsetum,“ sagði Karl Gauti. Nóbelsverðlaun Miðflokkurinn Alþingi Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Fyrir nokkrum dögum tókst að ná samningum um vopnahlé í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir geta verið sammála um að forseti Bandaríkjanna eigi mestan þátt í að átökunum linnti og gíslunum var sleppt,“ sagði Karl Gauti í ræðu sinni í dagskrárliðnum störf þingsins á þingfundi dagsins. Vopnahlé Ísraelsstjórnar og Hamas tók gildi á föstudaginn. Samkomulagið er fyrsti fasi að varanlegum friði á svæðinu og felur í sér að hersveitir Ísraelshers hörfi af stórum hluta Gasa og sleppi fjölda palestínskra fanga í skiptum fyrir gísla úr haldi Hamas. Fanga- og gíslaskipti fóru fram á mánudag. Hann bendir á að Amir Ohana, forseti ísraelska þingsins, hafi á mánudag tilkynnt að hann, ásamt Mike Johnson, forseta bandaríska þingsins, ætlaði að hvetja þingforseta um allan heim til að til að leggja fram tilnefningu um að Trump hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Hann segir leiðtoga víða í heiminum, þar með talið í Pakistan, hafa tekið undir með þingforsetunum. „Frú forseti. Má ekki gera ráð fyrir að forseti Alþingis muni taka vel í þessa hvatningu varðandi veitingu friðarverðlauna Nóbels frá umræddum þingforsetum,“ sagði Karl Gauti.
Nóbelsverðlaun Miðflokkurinn Alþingi Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira