Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar 16. október 2025 18:02 Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Börnum sem njóta stöðugleika og fagmennsku í leikskólastarfi líður betur, þau læra meira og dafna í námi. Fagmennska kennara er lykilþáttur í velferð barna og ungmenna og tryggir að þau fái kennslu og stuðning sem byggir á trausti, jafnræði og þekkingu. Lengi hefur verið bent á hvað mætti betur fara í rekstri leikskóla og samtal við sveitarfélög hefur ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Álag vegna starfsmannahalds í leikskólum, einna helst vegna styttingar vinnuviku starfsmanna án þess að skerða þjónustu, er að gera út af við stjórnendur, kennara og leiðbeinendur leikskóla. Styttingin hefur einnig slæm áhrif á foreldra vegna fáliðunarstefnu sem sett er á til að tryggja öryggi barna og starfsmanna. Allt þetta og meira til bitnar að lokum alltaf á börnunum. Aukinn stöðugleiki í skólastarfinu Nú er mikið rætt um aðgerðir sveitarfélaga sem hafa miðað að því að bæta náms- og starfsaðstæður barna og kennara, sérstaklega til að koma til móts við styttingu vinnuviku starfsmanna. Kópavogur með „Kópavogsmódelið“ var sveitarfélagið sem tók af skarið og fór í markvissar aðgerðir til að bæta náms- og starfsaðstæður. Aðgerðir sem hafa aukið stöðugleika í starfsmannahaldi og hafa styrkt faglegt starf, sem foreldrar, starfsfólk og stjórnendur hafa fundið vel fyrir. Önnur sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, með góðum árangri. Breytingar af sama meiði hafa verið gerðar hjá Akureyrarbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Árborg . Nú er ætlunin að Reykjavíkurborg bætist í hópinn. Skólastjórnendur og skólafólk í leikskólum borgarinnar hefur fagnað áætlun Reykjavíkurborgar og bindur vonir við að aðgerðirnar komi til móts við gríðarlegt álag sem skapast hefur síðustu ár vegna starfsmannamála – sem aftur er vegna styttingar vinnuviku starfsmanna. Starfsfólk vinnur 36 klukkustundir á viku en á sama tíma er skólavika nær allra barna á bilinu 40 til 42,5 klukkustundir á viku. Þetta gengur ekki upp og á það hefur ítrekað verið bent. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa farið í ofangreindar aðgerðir með það að markmiði að styrkja faglegt starf, og stuðla að stöðugleika með bættum náms- og starfsaðstæðum, vekja vonir fyrir stjórnendur, kennara og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. Aukin gæði og minna álag Niðurstöður rannsóknarinnar „Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla“ sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við HA, og Svava Björg Mörk, dósent við HÍ, gerðu 2024 og 2025, sýnir að skólatími barna í leikskólum Kópavogs og Akureyrarbæjar leiddi af sér meiri gæði í skólastarfi og hægt var að sinna námi og umönnun barna betur en áður. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að ástandið í leikskólunum hafði verið „þungt“ áður en til breytinganna kom. Hóparnir sem rætt var við töluðu allir um mikið álag og erfiðar starfsaðstæður. Skólastjórnendur og deildarstjórar tengdu þessa orðræðu meðal annars við styttingu vinnuvikunnar sem gat haft í för með sér undirmönnum með tilheyrandi áhrifum á skólastarfið og með líka á líðan starfsfólks og barna. Reynslan sýnir þannig að aðgerðir á borð við þær sem Kópavogur, og fleiri sveitarfélög, hafa farið í hafa haft jákvæð áhrif á stöðugleika, skipulag skólastarfs, gæði náms og ekki síst hafa þær komið til móts við þann aðkallandi vanda sem stytting vinnuviku starfsfólks leikskóla hafði haft í för með sér. Kópavogsbær lagði í lok árs 2023 fram könnun fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins og foreldra leikskólabarna á áhrifum verkefnisins „Börnin í fyrsta sæti“ eða Kópavogsmódelið. Helstu niðurstöður voru þessar: 63% starfsmanna voru sammála og mjög sammála um að verkefnið hefði dregið úr álagi í starfi. 13% voru ósammála eða mjög ósammála því. 62% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála því að verkefnið hefði skapað betri starfsanda. Tæplega 10% starfsmanna voru ósammála eða mjög ósammála því. 53% starfsmanna voru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni að verkefnið hefði styrkt faglegt starf. 10% starfsmanna voru því ósammála eða mjög ósammála. Þetta eru nokkur svör sem dæmi um viðhorf þeirra sem voru spurðir. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar á vef Kópavogsbæjar. Framtíðin byggir á mannauði Mótum framtíðina saman, með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri og eiga bjartari framtíð. Það er ekki aðeins hagsmunamál hvers barns, heldur alls samfélagsins. Framtíð Íslands byggir á mannauðinum – unga fólkinu sem á eftir að láta drauma sína rætast. Saman getum við skapað skilyrði þar sem menntun, fagmennska og stöðugleiki eru í forgrunni – á því ferðalagi leika stjórnendur leikskóla og kennarar lykilhlutverk. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar