Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:14 Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22. Samsett Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira