Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar 19. október 2025 18:00 Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun