Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 21. október 2025 08:01 Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar