Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 12:14 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira