Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. október 2025 06:33 Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun