Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 21. október 2025 10:01 Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stóriðja Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Sjá meira
Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar