Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar 22. október 2025 09:01 Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun