„Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar 26. október 2025 08:30 Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun