Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 20:25 Líf Magneudóttir er fulltrúi VG í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa. Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa.
Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira