Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 23:20 Nicolas Maduro og flugmaðurinn Bitner Villegas. Myndin er skjáskot úr myndbandi sem Maduro birti í desember 2023. AP Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Maduro hefur verið ákærður í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkjamenn hafa lengi viljað koma honum frá völdum en síðan Trump tók aftur við embætti forseta hefur hann aukið þrýstinginn á Venesúela til muna. Umtalsverður herafli hefur verið sendur til Karíbahafsins, þar sem árásir hafa verið gerðar á báta sem Bandaríkjamenn hafa sagt notaða til að smygla fíkniefnum. Trump hefur þar að auki gefið til kynna að hann gæti skipað hernum að gera árásir í Venesúela. Edwin Lopez, sem starfaði hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, ræddi við æðsta einkaflugmann Maduros á laun. Samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar reyndi Lopez að fá flugmanninn til að fljúga með forsetann á stað þar sem Bandaríkjamenn gætu handtekið hann. Flugmaðurinn, sem heitir Bitner Villegas, var ekki til í þetta en lét Lopez fá símanúmer sitt. Lopez varði næstu sextán mánuðum í að reyna að sannfæra flugmanninn um að aðstoða sig. Þann 7. ágúst sendi Lopez, sem var þá sestur í helgan stein, skilaboð á Villegas: „Ég er enn að bíða eftir svari frá þér.“ Með þessum skilaboðum fylgdi hlekkur á tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku Maduros hefðu verið hækkuð í fimmtíu milljónir dala. Fengu ábendingu um flugvélar Maduros Ráðabrugg þetta má rekja til þess að í apríl 2024 stakk uppljóstrari inn kollinum í sendiráð Bandaríkjanna í Dóminíska lýðveldinu. Sá sagðist hafa upplýsingar um flugvélar Maduros en þá starfaði Lopez í sendiráðinu og vann við að rannsaka glæpasamtök sem starfa í Karíbahafinu. Lopez, sem er fyrrverandi hermaður, hafði um árabil unnið við að rannsaka glæpastarfsemi í Karíbahafinu en árið 2010 nefndi Hugo Chávez, forveri Maduros, Lopez opinberlega á nafn eftir að hann upprætti glæpahring í Miami, sem átti rætur að rekja til Venesúela. Rannsakandinn ræddi við uppljóstrarann sem sagði að tvær af einkaflugvélum Maduros væru í Dóminíska lýðveldinu þar sem verið væri að gera við þær. Lopez mun hafa sýnt þeirri ábendingu mikinn áhuga enda væru viðgerðirnar brot á refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum sem beitt hefur verið gegn Venesúela. Hann fann flugvélarnar fljótt og komst í kjölfarið að því að Maduro hafði sent fimm flugmenn til að sækja þær. Flugvélarnar voru af gerðinni Dassault Falcon 2000EX og Dassault Falcon 900 EX. Tvær af einkaflugvélum forseta Venesúela, sem Bandaríkjamenn lögðu hald á.AP/Ríkissaskóknari Flórída Þá fékk Lopez þá hugmynd að reyna að sannfæra æðsta flugmanninn um að aðstoða við handtöku Maduros. Hann og aðrir útsendarar ráðuneytisins ræddu við flugmennina, einn í einu, og þóttust þeir ekki vita að þeir væru einkaflugmenn Maduros. Síðasta viðtalið var við Villegas, sem var ofursti í flugher Venesúela og hafði oft flogið forsetanum víðs vegar um heiminn. Maduro hafði birt myndband af þeim saman í flugstjórnarklefa flugvélar. Sagði nei en gaf upp símanúmer sitt Lopez byrjaði á því að gantast við Villegas og spurði hann svo út í flugmannaferil hans. Því næst spurði hann hvort Villegas hefði flogið Chavez eða Maduro um. Flugmaðurinn reyndi fyrst að snúa út úr en viðurkenndi seinna að hafa flogið með báða forsetana. Villegas sýndi Lopez myndir af sér með þeim báðum og sagði honum hvert hann hefði flogið með þá. Í lok samtalsins stakk Lopez upp á því að næst þegar Villegas ætti að fljúga Maduro eitthvað, myndi hann lenda með forsetann á stað þar sem Bandaríkjamenn gætu handtekið hann. Mögulega í Dóminíska lýðveldinu, Púertó Ríkó eða Gvantanamóflóa á Kúbu. Villegas neitaði en lét Lopez þó fá símanúmer sitt svo þeir gætu talað saman frekar. Flugmennirnir voru sendir aftur til Venesúela án flugvélanna og Bandaríkjamenn lögðu seinna meir hald á þær, þegar þeir sönnuðu að þær tengdust ríkisstjórn Maduro. Önnur þeirra var skráð í eigu félags í San Marino og hin í Sankti Vinsent og Grenadínur. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mætti þá til Dóminíska lýðveldisins og hélt blaðamannafund með Lopez um flugvélarnar. Maduro brást reiður við og sakaði Rubio um þjófnað. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræðir við Edwin F. Lopez, umræddan starfsmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna fyrir framan eina af flugvélum Nicolas Maduro, forseta Venesúela.AP/Mark Schiefelbein Eftir að hann settist í helgan stein hélt Lopez áfram að tala við Villegas og reyna að fá hann til að aðstoða Bandaríkjamenn. Í ágúst bauð hann honum fimmtíu milljónir dala í verðlaun og sendi honum svo aftur skilaboð og sagði að Villegas hefði enn tíma til að gera hið rétta og vera hetja. Villegas svaraði aldrei. Sagðist ekki vera svikari Í september sá Lopez fregnir um að flugvél í eigu Maduros væri á undarlegu ferðalagi yfir Venesúela. Þá sendi hann skilaboð á Villegas og spurði hvert hann væri að fara. Þar sem Lopez var að nota nýtt númer kannaðist flugmaðurinn ekki við það en Lopez minnti hann á samtal þeirra í dóminíska lýðveldinu. Við það kallaði Villegas Lopez heigul og sagðist ekki vera svikari. Þá sendi Lopez flugmanninum mynd af þeim tveimur sitja saman í sófa og tala saman og brást Villegas reiður við. Lopez bauðst til að útvega flugmanninum og fjölskyldu hans betra líf í Bandaríkjunum en Villegas blokkaði hann. Degi síðar birti bandamaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela myndina af Villegas í sófanum, þar sem Lopez hafði verið skorinn úr henni, og hrósaði flugmanninum fyrir að hafa fengið herforingjatitil. Sú færsla var birt á X klukkan 15:01, mínútu eftir að annarri forsetaflugvél hafði verið flogið af stað frá Caracas. Tuttugu mínútum síðar var flugvélinni óvænt snúið við og henni lent aftur. Villegas sást ekki í nokkra daga og voru uppi miklar vangaveltur um að hann hefði verið handtekinn. Þann 24. september var hann þó mættur í vinsælan sjónvarpsþátt með Diosdado Cabello, innanríkisráðherra. Cabello lofaði Villegas fyrir hollustu hans og kallaði hann föðurlandsvin. Flugmaðurinn stóð þögull hjá með steyttan hnefa á lofti. Venesúela Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Maduro hefur verið ákærður í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkjamenn hafa lengi viljað koma honum frá völdum en síðan Trump tók aftur við embætti forseta hefur hann aukið þrýstinginn á Venesúela til muna. Umtalsverður herafli hefur verið sendur til Karíbahafsins, þar sem árásir hafa verið gerðar á báta sem Bandaríkjamenn hafa sagt notaða til að smygla fíkniefnum. Trump hefur þar að auki gefið til kynna að hann gæti skipað hernum að gera árásir í Venesúela. Edwin Lopez, sem starfaði hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, ræddi við æðsta einkaflugmann Maduros á laun. Samkvæmt rannsókn AP fréttaveitunnar reyndi Lopez að fá flugmanninn til að fljúga með forsetann á stað þar sem Bandaríkjamenn gætu handtekið hann. Flugmaðurinn, sem heitir Bitner Villegas, var ekki til í þetta en lét Lopez fá símanúmer sitt. Lopez varði næstu sextán mánuðum í að reyna að sannfæra flugmanninn um að aðstoða sig. Þann 7. ágúst sendi Lopez, sem var þá sestur í helgan stein, skilaboð á Villegas: „Ég er enn að bíða eftir svari frá þér.“ Með þessum skilaboðum fylgdi hlekkur á tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku Maduros hefðu verið hækkuð í fimmtíu milljónir dala. Fengu ábendingu um flugvélar Maduros Ráðabrugg þetta má rekja til þess að í apríl 2024 stakk uppljóstrari inn kollinum í sendiráð Bandaríkjanna í Dóminíska lýðveldinu. Sá sagðist hafa upplýsingar um flugvélar Maduros en þá starfaði Lopez í sendiráðinu og vann við að rannsaka glæpasamtök sem starfa í Karíbahafinu. Lopez, sem er fyrrverandi hermaður, hafði um árabil unnið við að rannsaka glæpastarfsemi í Karíbahafinu en árið 2010 nefndi Hugo Chávez, forveri Maduros, Lopez opinberlega á nafn eftir að hann upprætti glæpahring í Miami, sem átti rætur að rekja til Venesúela. Rannsakandinn ræddi við uppljóstrarann sem sagði að tvær af einkaflugvélum Maduros væru í Dóminíska lýðveldinu þar sem verið væri að gera við þær. Lopez mun hafa sýnt þeirri ábendingu mikinn áhuga enda væru viðgerðirnar brot á refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum sem beitt hefur verið gegn Venesúela. Hann fann flugvélarnar fljótt og komst í kjölfarið að því að Maduro hafði sent fimm flugmenn til að sækja þær. Flugvélarnar voru af gerðinni Dassault Falcon 2000EX og Dassault Falcon 900 EX. Tvær af einkaflugvélum forseta Venesúela, sem Bandaríkjamenn lögðu hald á.AP/Ríkissaskóknari Flórída Þá fékk Lopez þá hugmynd að reyna að sannfæra æðsta flugmanninn um að aðstoða við handtöku Maduros. Hann og aðrir útsendarar ráðuneytisins ræddu við flugmennina, einn í einu, og þóttust þeir ekki vita að þeir væru einkaflugmenn Maduros. Síðasta viðtalið var við Villegas, sem var ofursti í flugher Venesúela og hafði oft flogið forsetanum víðs vegar um heiminn. Maduro hafði birt myndband af þeim saman í flugstjórnarklefa flugvélar. Sagði nei en gaf upp símanúmer sitt Lopez byrjaði á því að gantast við Villegas og spurði hann svo út í flugmannaferil hans. Því næst spurði hann hvort Villegas hefði flogið Chavez eða Maduro um. Flugmaðurinn reyndi fyrst að snúa út úr en viðurkenndi seinna að hafa flogið með báða forsetana. Villegas sýndi Lopez myndir af sér með þeim báðum og sagði honum hvert hann hefði flogið með þá. Í lok samtalsins stakk Lopez upp á því að næst þegar Villegas ætti að fljúga Maduro eitthvað, myndi hann lenda með forsetann á stað þar sem Bandaríkjamenn gætu handtekið hann. Mögulega í Dóminíska lýðveldinu, Púertó Ríkó eða Gvantanamóflóa á Kúbu. Villegas neitaði en lét Lopez þó fá símanúmer sitt svo þeir gætu talað saman frekar. Flugmennirnir voru sendir aftur til Venesúela án flugvélanna og Bandaríkjamenn lögðu seinna meir hald á þær, þegar þeir sönnuðu að þær tengdust ríkisstjórn Maduro. Önnur þeirra var skráð í eigu félags í San Marino og hin í Sankti Vinsent og Grenadínur. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mætti þá til Dóminíska lýðveldisins og hélt blaðamannafund með Lopez um flugvélarnar. Maduro brást reiður við og sakaði Rubio um þjófnað. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræðir við Edwin F. Lopez, umræddan starfsmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna fyrir framan eina af flugvélum Nicolas Maduro, forseta Venesúela.AP/Mark Schiefelbein Eftir að hann settist í helgan stein hélt Lopez áfram að tala við Villegas og reyna að fá hann til að aðstoða Bandaríkjamenn. Í ágúst bauð hann honum fimmtíu milljónir dala í verðlaun og sendi honum svo aftur skilaboð og sagði að Villegas hefði enn tíma til að gera hið rétta og vera hetja. Villegas svaraði aldrei. Sagðist ekki vera svikari Í september sá Lopez fregnir um að flugvél í eigu Maduros væri á undarlegu ferðalagi yfir Venesúela. Þá sendi hann skilaboð á Villegas og spurði hvert hann væri að fara. Þar sem Lopez var að nota nýtt númer kannaðist flugmaðurinn ekki við það en Lopez minnti hann á samtal þeirra í dóminíska lýðveldinu. Við það kallaði Villegas Lopez heigul og sagðist ekki vera svikari. Þá sendi Lopez flugmanninum mynd af þeim tveimur sitja saman í sófa og tala saman og brást Villegas reiður við. Lopez bauðst til að útvega flugmanninum og fjölskyldu hans betra líf í Bandaríkjunum en Villegas blokkaði hann. Degi síðar birti bandamaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela myndina af Villegas í sófanum, þar sem Lopez hafði verið skorinn úr henni, og hrósaði flugmanninum fyrir að hafa fengið herforingjatitil. Sú færsla var birt á X klukkan 15:01, mínútu eftir að annarri forsetaflugvél hafði verið flogið af stað frá Caracas. Tuttugu mínútum síðar var flugvélinni óvænt snúið við og henni lent aftur. Villegas sást ekki í nokkra daga og voru uppi miklar vangaveltur um að hann hefði verið handtekinn. Þann 24. september var hann þó mættur í vinsælan sjónvarpsþátt með Diosdado Cabello, innanríkisráðherra. Cabello lofaði Villegas fyrir hollustu hans og kallaði hann föðurlandsvin. Flugmaðurinn stóð þögull hjá með steyttan hnefa á lofti.
Venesúela Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36
Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45