Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike, Bjarni Þórður Bjarnason og Tómas Már Sigurðsson skrifa 31. október 2025 08:03 Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar