„Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2025 15:23 Íris E. Gísladóttir og Sigurður Gunnar Magnússon, tveir af stofnendum Evolytes. vísir/sigurjón Stóra stærðfræðikeppnin hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn framtaksins þorðu að vona. Krakkar um allt land hafa svarað tugi þúsunda stærðfræðidæma. Fréttastofa kíkti í heimsókn í Ísaksskóla þar sem það var svo sannarlega leikur að læra. Keppnin hófst í dag og fer þannig fram að krakkar efla stærðfræðikunnáttu sína með því að keppa í tölvuleik, svo virðist sem leikurinn hafi slegið í gegn en búið er að leysa hátt í 60 þúsund dæmi það sem af er degi. Í leiknum safna spilendur sérstökum dýrum sem stökkbreytast og keppa með stærðfræðina að vopni.vísir/sigurjón Keppnin er á vegum Evolytes og Andvara farsældarhraðalls og stendur yfir næstu 40 daga. Um níu þúsund nemendur úr 149 skólum taka þátt í keppninni. Þrír bestu skólarnir frá verðlaun þegar keppninni lýkur loks. Eins og leikar standa leiðir Hvassaleitisskóli listann en þar hefur að meðaltali hver nemandi svarað 90 dæmum á fyrsta degi keppninnar. Í Ísaksskóla voru krakkar límdir við skjáinn en samtal við þau og stofnendur Evolyte er hægt að sjá hér fyrir neðan. „Evolytes er bara leikur sem gerir mann geðveikt frábæran í stærðfræði. Við leggjum af stað í alls konar skemmtileg ævintýri sem ein af fjórum sögupersónum sem við getum valið okkar að spila og kynnumst alls konar margslungnum og skemmtilegum dýrum. Þau elska að keppa í stærðfræði og ef við gefum þeim nóg að borða og leikum við þau þá stökkbreytast þau líka,“ sagði Sigurður Gunnar Magnússon, einn stofnenda Evolytes. „Þau eru mjög æst í stærðfræði og við teljum þetta vera mjög jákvætt. Meira að segja erum við búin að sýna fram á það að þau sem hafa mjög neikvætt viðhorf fá áhuga á sex til tíu vikum,“ sagði Íris E. Gísladóttir, einn stofnenda Evolytes. Nemendur í Ísaksskóla hæstánægðir.vísir/sigurjón Framtakið hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn leiksins þorðu að vona. „Þetta fór algjörlega fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru búin að ná í fyrstu sameiginlegu verðlaunin sem að krakkar geta safnað fyrir og við héldum í fyrsta lagi að það gæti gerst á morgun. Það var pínu svona óðagot uppi á skrifstofu að reyna að bæta við. Við þurfum greinilega að hafa fleiri verðlaun fyrir þau, greinilega,“ sagði Íris. Er leikur að læra? „Svo sannarlega!“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Keppnin hófst í dag og fer þannig fram að krakkar efla stærðfræðikunnáttu sína með því að keppa í tölvuleik, svo virðist sem leikurinn hafi slegið í gegn en búið er að leysa hátt í 60 þúsund dæmi það sem af er degi. Í leiknum safna spilendur sérstökum dýrum sem stökkbreytast og keppa með stærðfræðina að vopni.vísir/sigurjón Keppnin er á vegum Evolytes og Andvara farsældarhraðalls og stendur yfir næstu 40 daga. Um níu þúsund nemendur úr 149 skólum taka þátt í keppninni. Þrír bestu skólarnir frá verðlaun þegar keppninni lýkur loks. Eins og leikar standa leiðir Hvassaleitisskóli listann en þar hefur að meðaltali hver nemandi svarað 90 dæmum á fyrsta degi keppninnar. Í Ísaksskóla voru krakkar límdir við skjáinn en samtal við þau og stofnendur Evolyte er hægt að sjá hér fyrir neðan. „Evolytes er bara leikur sem gerir mann geðveikt frábæran í stærðfræði. Við leggjum af stað í alls konar skemmtileg ævintýri sem ein af fjórum sögupersónum sem við getum valið okkar að spila og kynnumst alls konar margslungnum og skemmtilegum dýrum. Þau elska að keppa í stærðfræði og ef við gefum þeim nóg að borða og leikum við þau þá stökkbreytast þau líka,“ sagði Sigurður Gunnar Magnússon, einn stofnenda Evolytes. „Þau eru mjög æst í stærðfræði og við teljum þetta vera mjög jákvætt. Meira að segja erum við búin að sýna fram á það að þau sem hafa mjög neikvætt viðhorf fá áhuga á sex til tíu vikum,“ sagði Íris E. Gísladóttir, einn stofnenda Evolytes. Nemendur í Ísaksskóla hæstánægðir.vísir/sigurjón Framtakið hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn leiksins þorðu að vona. „Þetta fór algjörlega fram úr okkar björtustu vonum. Þau eru búin að ná í fyrstu sameiginlegu verðlaunin sem að krakkar geta safnað fyrir og við héldum í fyrsta lagi að það gæti gerst á morgun. Það var pínu svona óðagot uppi á skrifstofu að reyna að bæta við. Við þurfum greinilega að hafa fleiri verðlaun fyrir þau, greinilega,“ sagði Íris. Er leikur að læra? „Svo sannarlega!“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira