Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 4. nóvember 2025 12:00 Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS og BHM - Bandalag háskólamenntaðra fagna því að Alþingi skuli loksins hafa tekið ákveðin skref í að lagfæra alvarlega galla á íslenska námslánakerfinu með samþykkt laga nr. 253/2025. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa um árabil kallað eftir þessum breytingum, og urðu satt að segja fyrir vonbrigðum í vor er leið, þegar málþóf um veiðigjöld kom í veg fyrir að þetta mikilvæga frumvarp yrði tekið til afgreiðslu. En nú er því fagnað að málið skuli vera í höfn, því breytingarnar munu bæta stöðu fjölda námsmanna og greiðenda námslána. Minni greiðslubyrði og aukinn sveigjanleiki Helstu breytingar eru þær að niðurfelling námslána verður nú 20% í lok hverrar annar og 10% við námslok, í stað 30% niðurfellingar við námslok. Niðurfelling í lok hverrar annar þýðir að stuðningur við námsmenn nær til breiðari hóps og ekki þarf lengur að krossa fingur og vona að ekkert komi fyrir á námstímanum, sem sett gæti áætlanir um námsframvindu í uppnám. Breytingarnar skipta líka miklu fyrir þau sem eru bæði með LÍN-lánin svokölluðu (námslán fyrir árið 2020) og MSNM-lán (námslán eftir árið 2020), því nú verður hægt að sækja um að greiða af einu láni í einu, sem ekki hefur verið hægt til þessa. Þannig verður hægt að ljúka fyrst við að greiða nýja lánið (MSNM) og taka svo til við að greiða LÍN-lánið. Þetta mun létta greiðslubyrði þeirra sem tekið hafa lán úr báðum kerfum til muna. Að lokum verður tíminn frá útskrift og þar til endurgreiðslur hefjast lengdur, úr einu ári í 18 mánuði. Það léttir fjárhagslegar byrðar nýútskrifaðra og gefur þeim aukið svigrúm meðan þau eru að fóta sig á vinnumarkaði. Ofantaldar breytingar munu hafa virkilega jákvæð áhrif á líf námsmanna og ungs fólks sem stendur á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Þau eru að hefja feril sinn í því fagi sem þau hafa valið sér að ævistarfi og mörg eru á sama tíma að stofna fjölskyldu og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Breytingarnar eru jafnframt í takt við þau markmið sem Landssamtök íslenskra stúdenta hafa barist fyrir svo árum skiptir; jafnara aðgengi að námi, fyrirsjáanleika og réttlátara námslánakerfi sem uppfyllir hlutverk sitt sem félagslegt jöfnunartæki. Markaðsvæddur banki eða félagslegur jöfnunarsjóður? Þrátt fyrir að lögin feli í sér breytingar til hins betra er mikilvægt að horfast í augu við að námslánakerfið versnaði í raun við breytinguna úr LÍN- í MSNM-kerfi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa lánin versnað frá einni kynslóð til annarrar. Þegar Menntasjóður námsmanna var stofnaður árið 2020 var dregið úr beinum stuðningi ríkisins við námsmenn og sjóðurinn færður nær því að starfa eftir markaðsforsendum. Nú, fimm árum síðar, sjáum við að það voru alvarleg mistök. Á sama tíma hefur fjárfesting í ungu fólki sem vill afla sér háskólamenntunar dregist saman, eins og ný skýrsla sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir BHM leiðir í ljós. Þó að nýsamþykktar breytingar á Menntasjóði feli vissulega í sér meiri fyrirsjáanleika um vaxtakjör er áfram lögð áhersla á að sjóðurinn standi undir skuldbindingum sínum. Þannig er enn gert ráð fyrir að námsmenn beri áhættuálag, sem ætlað er að standa undir kostnaði við vanskil í sjóðnum. Fram til ársins 2020 bar ríkissjóður þá ábyrgð, en með tilkomu Menntasjóðs námsmanna færðist áhættan frá samfélaginu og yfir á einstaklinginn. Þegar allt kemur til alls þá bera stúdentar dagsins í dag markaðsvexti af námslánum sínum og greiða þannig margfalt hærri vexti en nokkurn tímann áður. Það fer illa saman að reka sjóðinn eins og hann sé banki þegar lögin segja að hann eigi að vera félagslegur jöfnunarsjóður. Horft til framtíðar Þrátt fyrir jákvæðar breytingar þingsins á námslánakerfinu er ljóst að verkefninu er langt í frá lokið. Frekari endurskoðun laganna bíður og er áríðandi að henni verði hraðað. LÍS hafa átt í virku samtali við ráðuneyti háskólamála og hafa ástæðu til að treysta orðum ráðherra sem hefur sett málið í forgang. Það er því von okkar að nýtt frumvarp verði lagt fyrir þingið eigi síðar en næsta haust, þar sem tekið verður á grundvallaratriðum er varða sanngjörn vaxtakjör, fjárfestingu í ungu fólki og námslán sem uppfylla hlutverk sitt með því að tryggja jafnara aðgengi að háskólanámi. LÍS og BHM líta svo á að nýju lögin séu áfangi en ekki endastöð. Í sameiningu höldum við áfram að vinna að því með stjórnvöldum að námslánakerfið verði í reynd það sem það á að vera: fjárfesting í ungu fólki, menntastigi og framtíðarlífsgæðum þjóðar. Því hver vill að námslánakerfið sé stúdentum fjötur um fót þegar lagt er af stað út í lífið og fyrstu sporin stigin inn á íslenskan vinnumarkað? Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun