Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun