Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun