Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:38 Shabana Mahmood mun líklega kynna breytingarnar á breska þinginu á morgun, mánudag. Vísir/EPA Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. Í frétt Guardian segir að búist sé við því að Mahmood leggi til breytingar á lögum sem tryggja hælisleitendum húsnæði og fjárhagsaðstoð og að í frumvarpi verði gert ráð fyrir að slík aðstoð verði „háð mati“, sem þýði að hægt verði að synja þeim um aðstoð sem geta unnið eða eiga eignir. Mahmood hefur sagt breytingarnar þær umfangsmestu til að takast á við ólöglega fólksflutninga og að þeim sé ætlað að koma aftur á stjórn og sanngirni í kerfinu. „Þetta land á sér stolta hefð fyrir því að taka á móti þeim sem flýja hættu, en örlæti okkar dregur ólöglega innflytjendur að yfir Ermarsundið. Hraði og umfang fólksflutninga veldur gríðarlegu álagi á samfélög,“ er haft eftir Mahmood í frétt Guardian. Verði ekki lengur á hótelum Þar segir að ólíklegt sé að meirihluti þeirra hælisleitenda sem nú þegar þiggja stuðning verði fyrir áhrifum af þessum breytingum. Samkvæmt heimildum miðilsins telji embættismenn ólíklegt að reglum um að hælisleitendur megi ekki vinna verði breytt. Alls þiggja um hundrað þúsund hælisleitendur aðstoð í Bretlandi eins og er. Mikill meirihluti fær stuðning frá ríkinu og er um þriðjungur á hótelum. Verkamannaflokkurinn hafi heitið því að binda enda á þá framkvæmd fyrir árið 2029. Í frétt Guardian segir að um 8.500 manns í hælisleitendahúsnæði hafi rétt til að vinna vegna þess að þeir komu til landsins með vegabréfsáritun og sóttu síðar um hæli. Þeim sem eru án vegabréfsáritunar og hafa beðið eftir afgreiðslu umsóknar sinnar í meira en ár, án þess að það sé þeim að kenna, er stundum heimilt að taka að sér launaða vinnu, en aðeins í takmörkuðum fjölda starfsgreina þar sem talið er að verulegur skortur sé á hæfum umsækjendum. Í fréttinni segir að ríkisstjórnin hafi ekki tilgreint hversu mikið eigi að sparast með þessum aðgerðum en að þó hafi verið tilkynnt að þeim hælisleitendum sem brjóti reglur geti verið synjað um frekari aðstoð eða hennar fjárhæðir verið lækkaðar. Afnumin tuttugu ára gömul regla frá ESB Haft er eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar í frétt Guardian að með þessum breytingum verði afnumin lagaleg skylda til að veita hælisleitendum stuðning, sem var tekin upp árið 2005 samkvæmt lögum ESB. Reglan hefur tryggt skilyrðislausa fjárhagsaðstoð fyrir alla sem sækja um hæli og væru annars allslausir. „Því er að ljúka. Stuðningur verður ekki lengur sjálfsagður; hann verður háður mati,“ er haft eftir talsmanninum. Í fréttum breskra miðla segir að í tillögunum verði einnig fjallað um að þeir sem fái hæli í Bretlandi muni þurfa að bíða í tuttugu ár þar til þau sækja um varanlega búsetu. Í dag eru það fimm ár. Í breytingunum verði gert ráð fyrir að símat fari fram á aðstæðum fólks sem hefur fengið hæli og þau verði send til sinna heimalanda verði þau talin örugg á ný. Í frétt Guardian segir að breytingarnar séu á fyrirmynd breytinga sem hafa verið gerðar í Danmörku síðustu ár undir forystu Mette Frederiksen. Bresk sendinefnd hafi farið til Kaupmannahafnar fyrr á árinu til að kynna sér umbæturnar. Þá segir einnig að breytingarnar séu lagðar fram í tilraun til að ná aftur til kjósenda Verkamannaflokksins sem hafi hugsað sér að kjósa frekar Reform-flokkinn og að aukin forysta Reform-flokksins í skoðanakönnunum sé að hluta til vegna fjölgunar fólks sem hefur komið til Bretlands á smábátum síðastliðin fimm ár. Flokkurinn hefur lofað því að ef hann kæmist til valda fengi fólk sem kemur til Bretlands á smábátum ekki að sækja um hæli. Reform-flokkurinn er hægriflokkur sem var stofnaður árið 2018. Leiðtogi hans er Nigel Farage. Á næsta ári fara fram sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi. Bretland Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Í frétt Guardian segir að búist sé við því að Mahmood leggi til breytingar á lögum sem tryggja hælisleitendum húsnæði og fjárhagsaðstoð og að í frumvarpi verði gert ráð fyrir að slík aðstoð verði „háð mati“, sem þýði að hægt verði að synja þeim um aðstoð sem geta unnið eða eiga eignir. Mahmood hefur sagt breytingarnar þær umfangsmestu til að takast á við ólöglega fólksflutninga og að þeim sé ætlað að koma aftur á stjórn og sanngirni í kerfinu. „Þetta land á sér stolta hefð fyrir því að taka á móti þeim sem flýja hættu, en örlæti okkar dregur ólöglega innflytjendur að yfir Ermarsundið. Hraði og umfang fólksflutninga veldur gríðarlegu álagi á samfélög,“ er haft eftir Mahmood í frétt Guardian. Verði ekki lengur á hótelum Þar segir að ólíklegt sé að meirihluti þeirra hælisleitenda sem nú þegar þiggja stuðning verði fyrir áhrifum af þessum breytingum. Samkvæmt heimildum miðilsins telji embættismenn ólíklegt að reglum um að hælisleitendur megi ekki vinna verði breytt. Alls þiggja um hundrað þúsund hælisleitendur aðstoð í Bretlandi eins og er. Mikill meirihluti fær stuðning frá ríkinu og er um þriðjungur á hótelum. Verkamannaflokkurinn hafi heitið því að binda enda á þá framkvæmd fyrir árið 2029. Í frétt Guardian segir að um 8.500 manns í hælisleitendahúsnæði hafi rétt til að vinna vegna þess að þeir komu til landsins með vegabréfsáritun og sóttu síðar um hæli. Þeim sem eru án vegabréfsáritunar og hafa beðið eftir afgreiðslu umsóknar sinnar í meira en ár, án þess að það sé þeim að kenna, er stundum heimilt að taka að sér launaða vinnu, en aðeins í takmörkuðum fjölda starfsgreina þar sem talið er að verulegur skortur sé á hæfum umsækjendum. Í fréttinni segir að ríkisstjórnin hafi ekki tilgreint hversu mikið eigi að sparast með þessum aðgerðum en að þó hafi verið tilkynnt að þeim hælisleitendum sem brjóti reglur geti verið synjað um frekari aðstoð eða hennar fjárhæðir verið lækkaðar. Afnumin tuttugu ára gömul regla frá ESB Haft er eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar í frétt Guardian að með þessum breytingum verði afnumin lagaleg skylda til að veita hælisleitendum stuðning, sem var tekin upp árið 2005 samkvæmt lögum ESB. Reglan hefur tryggt skilyrðislausa fjárhagsaðstoð fyrir alla sem sækja um hæli og væru annars allslausir. „Því er að ljúka. Stuðningur verður ekki lengur sjálfsagður; hann verður háður mati,“ er haft eftir talsmanninum. Í fréttum breskra miðla segir að í tillögunum verði einnig fjallað um að þeir sem fái hæli í Bretlandi muni þurfa að bíða í tuttugu ár þar til þau sækja um varanlega búsetu. Í dag eru það fimm ár. Í breytingunum verði gert ráð fyrir að símat fari fram á aðstæðum fólks sem hefur fengið hæli og þau verði send til sinna heimalanda verði þau talin örugg á ný. Í frétt Guardian segir að breytingarnar séu á fyrirmynd breytinga sem hafa verið gerðar í Danmörku síðustu ár undir forystu Mette Frederiksen. Bresk sendinefnd hafi farið til Kaupmannahafnar fyrr á árinu til að kynna sér umbæturnar. Þá segir einnig að breytingarnar séu lagðar fram í tilraun til að ná aftur til kjósenda Verkamannaflokksins sem hafi hugsað sér að kjósa frekar Reform-flokkinn og að aukin forysta Reform-flokksins í skoðanakönnunum sé að hluta til vegna fjölgunar fólks sem hefur komið til Bretlands á smábátum síðastliðin fimm ár. Flokkurinn hefur lofað því að ef hann kæmist til valda fengi fólk sem kemur til Bretlands á smábátum ekki að sækja um hæli. Reform-flokkurinn er hægriflokkur sem var stofnaður árið 2018. Leiðtogi hans er Nigel Farage. Á næsta ári fara fram sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi.
Bretland Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira