„Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 22:10 Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur sínum mönnum skipanir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Það er ótrúlega margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurra marka tap liðsins gegn svissneska liðinu Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Sjá meira
„Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Sjá meira