Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2025 12:02 Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar