Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2025 20:25 Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Lýður Valberg Sveinsson Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi. Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29