Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 23:56 Salvador Plasencia kallaði Matthew Perry fávita í skilaboðum til annars læknis og sagði að hægt væri að hagnast á leikaranum. AP Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent