Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 14:54 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega. Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira