Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar 7. desember 2025 09:03 Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar