Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir og Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifa 7. desember 2025 07:02 Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Tækniþróun og stafrænir miðlar hafa á síðustu tveimur áratugum þróast á ógnarhraða. Í raun svo hratt að þau gildi og lög sem eiga að stuðla að heilbrigðu samfélagi hafa ekki náð að fylgja eftir með sama hraða. Á sama tíma glímir samfélagið við þá áskorun að kenna börnum og ungu fólki hvernig best megi fóta sig í þessum nýja veruleika. Ljóst er að útvega þarf börnum og ungmennum fleiri verkfæri til að standa vörð um eigin réttindi og réttindi annarra á stafrænum miðlum. Þessi skekkja verður enn alvarlegri í ljósi þess að stafrænt ofbeldi er sú tegund kynbundins ofbeldis sem eykst hvað hraðast í heiminum, en um helmingur stúlkna og kvenna hefur enga lagalega vernd gegn því. Dreifing mynda án samþykkis, hatursorðræða, kynferðisleg kúgun og niðrandi ummæli eru dæmi stafrænt kynbundið ofbeldi, sem líkt og annað ofbeldi, hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og tækifæri ungs fólks til að þroskast eðlilega. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi er þess vegna hornsteinn flestra mannréttindasáttmála, m.a. Mannréttindayfirlýsingarinnar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt Mannfjöldasjóði Sameinuðu Þjóðanna (UNFPA) verða mörg ungmenni fyrir stafrænu ofbeldi í fyrsta sinn á aldrinum 14-16 ára, þegar sjálfsmyndin er enn í mótun og þörfin fyrir skýrum mörkum og stuðningi er hvað mest. Það er því ekki nóg að vernda ungmenni gegn stafrænum hættum heldur þarf að kenna þeim að bera kennsl á þær og skilja hvernig bregðast megi við þeim. Börn og ungmenni þurfa að fá verkfærin til að vernda sig sjálf og ekki síður aðra. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að fullorðið fólk séu fyrirmyndir í þessum nýja veruleika. Ungt fólk lærir ekki aðeins af orðum, heldur einnig af því hvernig við hin tölum saman, deilum efni og sýnum virðingu í okkar eigin samskiptum. UN Women hefur bent á að einföld skilaboð um hvernig bregðast skuli við stafrænu ofbeldi hafa skýr áhrif á hversu líklegt fólk er til þess að verja aðra og hafna ofbeldisfullri hegðun á netinu. Það sem raunverulega skiptir máli er menningin sem við sköpum. Skólar sem vettvangur mannréttindafræðslu og lýðræðislegrar þátttöku Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun SÞ (UNSECO) undirstrikar mikilvægi skólasamfélagsins í vörnum gegn stafrænu ofbeldi. Ekki með bönnum og viðvörunum, heldur með menntun og tækifærum: Mannréttindafræðslu, gagnrýnni hugsun og lýðræðislegri þátttöku. Ísland, sem er oft talið vera kyndilberi mannréttinda á alþjóðlegu sviði, er í einstakri stöðu til að skapa rými fyrir börn og ungt fólk þess að rækta þessa hæfni. Við erum stolt af því að vera land jafnréttis og friðar og því fylgja tækifæri, en jafnframt skyldur. Ef Ísland vill standa undir því að vera leiðandi á alþjóðavettvangi verðum við að fjárfesta í forvörnum og faglegri mannréttindafræðslu, bæði hér heima, í skólum, óformlegu námi, og annars staðar í samfélaginu. Í dag er óhugsandi að tala um framtíð menntunar án þess að tala um hnattræna borgaravitund, mannréttindi og lýðræðisleg gildi. En hæfni á þessum sviðum er óaðskiljanleg frá því að vera góður stafrænn borgari. Stór hluti lífs barna og ungmenna fer fram á netinu. Þar eiga sömu réttindi að gilda og í raunheimum: Friðhelgi, öryggi, virðing og þátttaka. Stafræn borgaravitund snýst því ekki aðeins um tæknifærni heldur einnig um réttindavitund, gildi og samfélagslega ábyrgð. Þess vegna getur mannréttindafræðsla verið brú milli réttinda í raunheimum og réttinda á netinu. Með henni lærir ungt fólk að greina á milli þess sem er rétt og rangt, virðingu og misrétti, mörk og samþykki. Mannréttindafræðsla er kjarninn í hnattrænni borgaravitund og stafrænni borgaravitund, sem í raun eru tvær hliðar af sama peningnum. Hvoru tveggja snýst um að ala upplýsta þátttakendur sem skapa réttlátt samfélag, hvar sem það er. 10. desember: Dagur mannréttinda Á alþjóðlegum degi mannréttinda minnumst við þess að mannréttindi eru ekki sjálfsögð, við verðum stöðugt að standa vörð um þau. Þau eru grunnstoðir sem við treystum á á hverjum degi. Ef við viljum stafrænt samfélag byggt á virðingu, frelsi og jafnrétti verðum við markvisst að efla vægi þessara gilda, ekki síst í öllu ungmennastarfi. Byrjum á því að skapa fleiri tækifæri fyrir börn og ungt fólk til þess að leiða veginn í átt að heilbrigðu stafrænu samfélagi, og tryggjum að fullorðið fólk sýni með eigin fordæmi hvaða gildi við viljum að þrífist í þessum rýmum. Þannig getum við öll talað fyrir, en ekki gegn, mannréttindum. Höfundar eru framkvæmdastjóri og kynningar- og fræðslustjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Yfirskrift alþjóðlega átaksins í ár er: Ending Digital Violence Against All Women and Girls.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun