„Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir og Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifa 10. desember 2025 08:01 Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar. Nýlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er vaxandi áhyggjuefni. Þessi tegund ofbeldis nær yfir fjölbreyttar aðferðir þar sem stafrænir miðlar eru misnotaðir til að niðurlægja, kúga eða ógna konum á grundvelli kyns þeirra og félagslegrar stöðu. Hvað er stafrænt ofbeldi? Stafrænt ofbeldi felur í sér notkun tækni, svo sem síma, samfélagsmiðla, tölvupósta og netsamskipta, til að áreita, stjórna, fylgjast með eða ógna einstaklingum. Þetta ofbeldi birtist í ýmsum myndum: Kynferðisleg kúgun: Hótanir um að birta náið myndefni nema fórnarlamb uppfylli kröfur geranda. Myndræn misnotkun: Dreifing eða birting einkamynda án samþykkis. Neteinelti: Endurtekið áreiti eða hótanir í gegnum stafræna miðla. Misnotkun upplýsinga: Opinber birting persónulegra upplýsinga til að valda skaða (e. doxxing). Netveiði og blekkingar: Notkun netsins til að blekkja eða misnota konur í kynferðislegum tilgangi. Stafrænt ofbeldi er þannig framlenging á öðru ofbeldi og tekur á sig nýja og ósýnilegri mynd. Stafrænt ofbeldi bitnar á heimilislausum konum Konur sem búa við heimilisleysi eða leita í athvörf eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu ofbeldi vegna félagslegrar jaðarsetningar og skorts á vernduðum úrræðum. Þær mæta eftirfarandi áskorunum: Skortur á úrræðum og tækni: Takmarkaður aðgangur að öruggri tækni og ráðgjöf gerir það erfitt að tilkynna brot eða leita hjálpar. Félagsleg einangrun: Heimilislausar konur hafa oft veik félagsleg tengslanet og minni aðgang að stuðningi, sem eykur hættuna á stafrænu ofbeldi. Ofbeldi sem magnast: Netáreitni getur þróast í raunverulegt, líkamlegt ofbeldi og skapað vítahring hættu og vanmáttar. Samkvæmt UNFPA og UN Women (2021) hefur aukin stafræn tenging í þjónustu- og félagskerfum leitt til nýrra áhættuþátta þar sem konur sem nota netið til að nálgast félagslega aðstoð verða jafnframt berskjaldaðri fyrir ofbeldi í netheimum. Gagnaskortur og nýjar áskoranir Þrátt fyrir að vitundin um stafrænt ofbeldi sé að aukast, eru gögn um reynslu heimilislausra kvenna enn ófullnægjandi. Fáar rannsóknir fjalla sérstaklega um heimilislausar konur og tengsl þeirra við stafrænt ofbeldi og ekki er vitað til þess að slíkar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi. Konur tilkynna ekki áreitið vegna ótta, stimplunar eða skorts á rafrænum aðgengisleiðum. Heimilislausar konur hafa oft lítið traust á opinberu kerfi og nýta sér almennt ekki hefðbundnar kæruleiðir. Einnig kemur til aukin áhætta vegna stafrænnar þjónustu, um leið og fleiri úrræði færast á netið eykst möguleiki gerenda til að misnota þessi kerfi. Þó svo að rannsóknir á stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum hér á landi liggi ekki fyrir er vitneskja um slíkt ofbeldi gegn konum sem leita í Konukot. Þær fá hótanir í skilaboðum varðandi ýmis mál, yfirleitt tengd skuldum. Einnig má gera ráð fyrir að konur sem eru með síður á Only Fans verði fyrir stafrænu ofbeldi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að stafrænt ofbeldi tengt Only Fans sé algengt og birtingarmyndir þess eru áreitni, sendingar á óumbeðnu efni, þrýstingur um meira efni, ógnanir, birting persónuupplýsinga (e. doxxing), eltihrelling og óviðeigandi kröfur frá áskrifendum. Margar verða fyrir ólöglegri dreifingu efnis, svo sem fölsun (e. deepfakes), þar sem áskrifendur nota gervigreind til að mynda efni með andliti, líkama eða rödd höfundanna án samþykkis þeirra.Leiðir til úrbóta felast í fræðslu, öryggi og rannsóknum Til að draga úr stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum þarf samræmdar aðgerðir sem byggja á rannsóknum, stefnumótun og valdeflingu kvenna. Leggja þarf áherslu á eftirtalin atriði: Aukna gagnaöflun og rannsóknir á reynslu heimilislausra kvenna af stafrænu ofbeldi. Markvissar forvarnir og fræðslu í athvörfum og þjónustu fyrir konur í viðkvæmri stöðu. Tæknilega vernd og öryggi, t.d. með öruggum samskiptaleiðum og netöryggisfræðslu. Þverfaglegt samstarf milli tækniyfirvalda, félagsþjónustu og kvennasamtaka. Lokaorð Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er ný og alvarleg áskorun á sviði mannréttinda og jafnréttismála. Þar sameinast ógnir stafrænnar tækni og félagslegrar jaðarsetningar sem kallar á nýja nálgun í rannsóknum, stefnumótun og þjónustu. Að tryggja stafrænt öryggi kvenna er ekki aðeins tæknilegt verkefni, það er grundvallaratriði í mannréttindum og samfélagslegu réttlæti. Höfundar starfa fyrir Rótina sem rekur Konukot. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni heimilislausra Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar. Nýlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er vaxandi áhyggjuefni. Þessi tegund ofbeldis nær yfir fjölbreyttar aðferðir þar sem stafrænir miðlar eru misnotaðir til að niðurlægja, kúga eða ógna konum á grundvelli kyns þeirra og félagslegrar stöðu. Hvað er stafrænt ofbeldi? Stafrænt ofbeldi felur í sér notkun tækni, svo sem síma, samfélagsmiðla, tölvupósta og netsamskipta, til að áreita, stjórna, fylgjast með eða ógna einstaklingum. Þetta ofbeldi birtist í ýmsum myndum: Kynferðisleg kúgun: Hótanir um að birta náið myndefni nema fórnarlamb uppfylli kröfur geranda. Myndræn misnotkun: Dreifing eða birting einkamynda án samþykkis. Neteinelti: Endurtekið áreiti eða hótanir í gegnum stafræna miðla. Misnotkun upplýsinga: Opinber birting persónulegra upplýsinga til að valda skaða (e. doxxing). Netveiði og blekkingar: Notkun netsins til að blekkja eða misnota konur í kynferðislegum tilgangi. Stafrænt ofbeldi er þannig framlenging á öðru ofbeldi og tekur á sig nýja og ósýnilegri mynd. Stafrænt ofbeldi bitnar á heimilislausum konum Konur sem búa við heimilisleysi eða leita í athvörf eru sérstaklega útsettar fyrir stafrænu ofbeldi vegna félagslegrar jaðarsetningar og skorts á vernduðum úrræðum. Þær mæta eftirfarandi áskorunum: Skortur á úrræðum og tækni: Takmarkaður aðgangur að öruggri tækni og ráðgjöf gerir það erfitt að tilkynna brot eða leita hjálpar. Félagsleg einangrun: Heimilislausar konur hafa oft veik félagsleg tengslanet og minni aðgang að stuðningi, sem eykur hættuna á stafrænu ofbeldi. Ofbeldi sem magnast: Netáreitni getur þróast í raunverulegt, líkamlegt ofbeldi og skapað vítahring hættu og vanmáttar. Samkvæmt UNFPA og UN Women (2021) hefur aukin stafræn tenging í þjónustu- og félagskerfum leitt til nýrra áhættuþátta þar sem konur sem nota netið til að nálgast félagslega aðstoð verða jafnframt berskjaldaðri fyrir ofbeldi í netheimum. Gagnaskortur og nýjar áskoranir Þrátt fyrir að vitundin um stafrænt ofbeldi sé að aukast, eru gögn um reynslu heimilislausra kvenna enn ófullnægjandi. Fáar rannsóknir fjalla sérstaklega um heimilislausar konur og tengsl þeirra við stafrænt ofbeldi og ekki er vitað til þess að slíkar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi. Konur tilkynna ekki áreitið vegna ótta, stimplunar eða skorts á rafrænum aðgengisleiðum. Heimilislausar konur hafa oft lítið traust á opinberu kerfi og nýta sér almennt ekki hefðbundnar kæruleiðir. Einnig kemur til aukin áhætta vegna stafrænnar þjónustu, um leið og fleiri úrræði færast á netið eykst möguleiki gerenda til að misnota þessi kerfi. Þó svo að rannsóknir á stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum hér á landi liggi ekki fyrir er vitneskja um slíkt ofbeldi gegn konum sem leita í Konukot. Þær fá hótanir í skilaboðum varðandi ýmis mál, yfirleitt tengd skuldum. Einnig má gera ráð fyrir að konur sem eru með síður á Only Fans verði fyrir stafrænu ofbeldi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að stafrænt ofbeldi tengt Only Fans sé algengt og birtingarmyndir þess eru áreitni, sendingar á óumbeðnu efni, þrýstingur um meira efni, ógnanir, birting persónuupplýsinga (e. doxxing), eltihrelling og óviðeigandi kröfur frá áskrifendum. Margar verða fyrir ólöglegri dreifingu efnis, svo sem fölsun (e. deepfakes), þar sem áskrifendur nota gervigreind til að mynda efni með andliti, líkama eða rödd höfundanna án samþykkis þeirra.Leiðir til úrbóta felast í fræðslu, öryggi og rannsóknum Til að draga úr stafrænu ofbeldi gegn heimilislausum konum þarf samræmdar aðgerðir sem byggja á rannsóknum, stefnumótun og valdeflingu kvenna. Leggja þarf áherslu á eftirtalin atriði: Aukna gagnaöflun og rannsóknir á reynslu heimilislausra kvenna af stafrænu ofbeldi. Markvissar forvarnir og fræðslu í athvörfum og þjónustu fyrir konur í viðkvæmri stöðu. Tæknilega vernd og öryggi, t.d. með öruggum samskiptaleiðum og netöryggisfræðslu. Þverfaglegt samstarf milli tækniyfirvalda, félagsþjónustu og kvennasamtaka. Lokaorð Stafrænt ofbeldi gegn heimilislausum konum er ný og alvarleg áskorun á sviði mannréttinda og jafnréttismála. Þar sameinast ógnir stafrænnar tækni og félagslegrar jaðarsetningar sem kallar á nýja nálgun í rannsóknum, stefnumótun og þjónustu. Að tryggja stafrænt öryggi kvenna er ekki aðeins tæknilegt verkefni, það er grundvallaratriði í mannréttindum og samfélagslegu réttlæti. Höfundar starfa fyrir Rótina sem rekur Konukot. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun