Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar 9. desember 2025 11:15 Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nýsköpun Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun