Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2025 11:26 Róbert Ragnarsson er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Grindavíkur, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í ráðgjafarfyrirtæki. Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Róbert greinir frá þessu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla i dag. Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík ákvað í síðasta mánuði að leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnt að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Í tilkynningu Róberts segir að Reykjavík sé stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins og eigi að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Það hafi ekki tekist. „Það eru langir biðlistar í þjónustu fyrir börn, umferðin fer á hliðina þegar snjóar og ungt fólk leitar út fyrir borgina í leit að húsnæði og leikskólaþjónustu. Á meðan tekur borgarstjórn 12 tíma að fjalla um fjárhagsáætlun og helsta fréttin er ágreiningur um selalaug! Engin furða að traust til borgarstjórnar mælist lægra en hitastig í maí. Þetta á ekki að vera bragurinn á framsækinni borg. Ég gekk til liðs við Viðreisn árið 2016 vegna þess að flokkurinn boðar valfrelsi, styður við atvinnulífið og hefur kjark til að taka til í fjármálum og rekstri. Ég býð mig fram í fyrsta sæti til að leiða öflugan hóp til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ég sé fyrir mér borg með skilvirkum rekstri og fjárfestingu í innviðum í öllum hverfum. Borg þar sem foreldrar hafa val um dagvistun og börn komast að í kjölfar fæðingarorlofs. Borg þar sem umferð gengur greitt og borgarbúar velja að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Borg þar sem borgarbúar hafa val um fjölbreytta búsetu. Borg þar sem atvinnulífið fær frið til að skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið. Þessi framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í borgarstjórn. Þá framtíðarsýn þarf að móta á faglegan, framsækin og styðjandi hátt fyrir alla nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið er meira val og betri þjónusta fyrir borgarbúa, minna bruðl og bras í borgarstjórn. Ég er sérfræðingur í stjórnsýslu með rekstur sveitarfélaga sem sérsvið. Ég hef verið bæjarstjóri, stofnað og rekið eigið fyrirtæki og verið meðeigandi í stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins. Ég hef unnið með fólki úr öllum flokkum við að straumlínulaga rekstur, bæta þjónustu og efla samfélög. Meðal annars fyrir Reykjavíkurborg. Alltof oft stranda góðar hugmyndir og komast ekki til framkvæmda. Óþreyja mín fyrir því hefur vaxið og nú vil ég stíga inn á pólitíska sviðið, taka ábyrgð, ná góðum árangri og auka traust til borgarstjórnar. Reynsla mín af því að leiða fólk saman og finna sameiginlegar lausnir mun bæta rekstur borgarinnar og skila peningum í þjónustuna sem við viljum fá,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira