Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 19:46 Mæðgurnar Unnur Ósk og Matthildur Birta er nú í fæðingarorlofi sem lýkur um áramótin. Þá segir Unnur að óvissan taki við, barnið sé ekki komið með leikskólapláss. Vísir/sigurjón Unnur Ósk Thorarensen, einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verða ekki færðir yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er faðirinn ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við mæðgunum. Það sem skyggir á fæðingarorlof Unnar og Matthildar er sú staðreynd að því fer senn að ljúka, og fyrr en ella. Hvert foreldi á rétt á sex mánaða fæðingarorlofi en barnsfaðir Unnar er ekki hluti af lífi Matthildar. „Hann hefur ekkert viljað vera partur af hennar lífi. Hans dagar detta bara út. Ég má ekki nota þá. Ég má bara nota mína sex mánuði en allt annað má ég ekki nota sem er mjög erfitt út af henni því hún er að missa sín réttindi því hennar réttur er að hafa foreldri sitt.“ Unnur hefur náð að dreifa greiðslunum yfir á tólf mánuði því mæðgurnar búa í foreldrahúsum. Síðasta greiðslan úr fæðingarorlofssjóði berst fyrsta janúar næstkomandi.Hvað gerist þá? „Það kemur bara í ljós. Ég er með vinnu og þau eru að bíða eftir að ég komi inn. Ég er með mjög gott bakland en ekki þannig að foreldrar mínir geti passað hana á meðan ég er í vinnunni. Við erum með húsnæði og frían mat og allt þetta. Þetta á ekki að vera þannig að foreldrar mínir eigi að gjalda fyrir þetta.“Unnur segir málið ekki snúast um barnsföður sinn sem slíkan heldur vilji hún að stjórnvöld átti sig á því að staða fólks getur verið flókin og mismunandi. Yfirfærsla réttinda frá föður til móður er einungis heimil ef foreldri er sannanlega eitt eins og eftir tæknifrjóvgun, ef hitt foreldrið getur ekki annast barn sitt vegna slyss, sjúkdóms, afplánunar, andláts eða í þeim tilfellum þar sem forsjárlaust foreldri hefur skerta umgengni á grundvelli niðurstöðu sýslumanns eða dómstóla. Faðernisrannsókn hafin Fæðingarorlofssjóður neitar henni um yfirfærslu réttinda en Unnur þurfti nýverið að höfða mál gegn föðurnum til að knýja fram faðernisrannsókn sem komin er í gang. Hefur kerfið verið íþyngjandi fyrir þig í fæðingarorlofinu? „Ég er búin a vera með rosa mikinn peningakvíða og kvíða yfir því að geta ekki gefið henni allt og séð um hana eins og hún á skilið en sem betur fer á ég mömmu og pabba sem geta hjálpað mér en það er ekki alltaf þannig hjá öllum,“ sagði Unnur og benti á að það væri óhugsandi fyrir hana að vera á leigumarkaði á sama tíma og hún reyndi að draga fram lífið á orlofsgreiðslunum. Það er ekki síst þess vegna sem hún vill að stjórnvöld færi tilhögun fæðingarorlofs í frjálsræðisátt til þess að hægt sé að koma betur til móts við það fólk sem er einstætt og í vanda. Draumurinn að foreldrar fái að ráða Unnur kvaðst aðspurð sannfærð um að barnsfaðir hennar myndi vilja gefa henni sína sex mánuði ef það væri heimilt.„Draumurinn minn væri ef öll börn myndu bara fá 12 mánuði og svo myndu foreldrarnir skipta þessu á milli sín þannig að hópurinn sem tilheyrir ekki norminu myndi þá ekki lenda í þessu.“ Fæðingarorlof Börn og uppeldi Tengdar fréttir Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47 Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er faðirinn ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við mæðgunum. Það sem skyggir á fæðingarorlof Unnar og Matthildar er sú staðreynd að því fer senn að ljúka, og fyrr en ella. Hvert foreldi á rétt á sex mánaða fæðingarorlofi en barnsfaðir Unnar er ekki hluti af lífi Matthildar. „Hann hefur ekkert viljað vera partur af hennar lífi. Hans dagar detta bara út. Ég má ekki nota þá. Ég má bara nota mína sex mánuði en allt annað má ég ekki nota sem er mjög erfitt út af henni því hún er að missa sín réttindi því hennar réttur er að hafa foreldri sitt.“ Unnur hefur náð að dreifa greiðslunum yfir á tólf mánuði því mæðgurnar búa í foreldrahúsum. Síðasta greiðslan úr fæðingarorlofssjóði berst fyrsta janúar næstkomandi.Hvað gerist þá? „Það kemur bara í ljós. Ég er með vinnu og þau eru að bíða eftir að ég komi inn. Ég er með mjög gott bakland en ekki þannig að foreldrar mínir geti passað hana á meðan ég er í vinnunni. Við erum með húsnæði og frían mat og allt þetta. Þetta á ekki að vera þannig að foreldrar mínir eigi að gjalda fyrir þetta.“Unnur segir málið ekki snúast um barnsföður sinn sem slíkan heldur vilji hún að stjórnvöld átti sig á því að staða fólks getur verið flókin og mismunandi. Yfirfærsla réttinda frá föður til móður er einungis heimil ef foreldri er sannanlega eitt eins og eftir tæknifrjóvgun, ef hitt foreldrið getur ekki annast barn sitt vegna slyss, sjúkdóms, afplánunar, andláts eða í þeim tilfellum þar sem forsjárlaust foreldri hefur skerta umgengni á grundvelli niðurstöðu sýslumanns eða dómstóla. Faðernisrannsókn hafin Fæðingarorlofssjóður neitar henni um yfirfærslu réttinda en Unnur þurfti nýverið að höfða mál gegn föðurnum til að knýja fram faðernisrannsókn sem komin er í gang. Hefur kerfið verið íþyngjandi fyrir þig í fæðingarorlofinu? „Ég er búin a vera með rosa mikinn peningakvíða og kvíða yfir því að geta ekki gefið henni allt og séð um hana eins og hún á skilið en sem betur fer á ég mömmu og pabba sem geta hjálpað mér en það er ekki alltaf þannig hjá öllum,“ sagði Unnur og benti á að það væri óhugsandi fyrir hana að vera á leigumarkaði á sama tíma og hún reyndi að draga fram lífið á orlofsgreiðslunum. Það er ekki síst þess vegna sem hún vill að stjórnvöld færi tilhögun fæðingarorlofs í frjálsræðisátt til þess að hægt sé að koma betur til móts við það fólk sem er einstætt og í vanda. Draumurinn að foreldrar fái að ráða Unnur kvaðst aðspurð sannfærð um að barnsfaðir hennar myndi vilja gefa henni sína sex mánuði ef það væri heimilt.„Draumurinn minn væri ef öll börn myndu bara fá 12 mánuði og svo myndu foreldrarnir skipta þessu á milli sín þannig að hópurinn sem tilheyrir ekki norminu myndi þá ekki lenda í þessu.“
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Tengdar fréttir Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47 Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45 Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. 28. nóvember 2025 22:47
Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Það er ekki fæðingarorlofskerfið sem er ólíkt því sem er á hinum Norðurlöndunum heldur leikskólakerfið. Þetta segir Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, sem hefur rannsakað kerfið í áratugi. 28. nóvember 2025 20:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. 26. nóvember 2025 22:44