Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 13. desember 2025 09:00 Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Kílómetragjald Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun