Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 13. desember 2025 09:00 Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Kílómetragjald Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun