Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson og Björn Þór Hermannsson skrifa 15. desember 2025 13:02 Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar