„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. desember 2025 14:32 Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Samsett Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn á forsætisnefnd Reykjavíkurborgar eftir að barnabókarverðlaunin voru veitt. Hún fékk tilkynningu um veitingu verðlaunanna, viðburð sem hún hefði sjálf viljað sækja. Eftir smá grennslan kom í ljós að hún fékk aldrei boð á móttökuna, líkt og venjan er. „Ég hef reynt að mæta á þessar verðlaunaafhendingar til að sýna virðingu og vera fulltrúi míns flokks fyrir verðlaun sem eru veitt fyrir hönd borgarinnar, þetta er ákveðinn hluti af starfinu,“ segir Magnea. Hún hafði því samband við nefndina, sem sér um mál líkt og þessi. Í svari fyrirspurnarinnar segir að, þrátt fyrir reglur borgarstjórnar um móttökur, miði gestalistinn í dag við fulltrúa í borgarráði, borgarritara og fulltrúa þeirra ráða og sviða borgarinnar sem tengjast viðfangsefni móttökunnar. „Áður var aðal borgarfulltrúum, fyrstu varaborgarfulltrúum, embættismönnum og sviðsstjórum boðið en með núverandi fyrirkomulagi er talið að gestalistinn endurspegli betur hverja móttöku og þann málaflokk sem um ræðir,“ segir í svarinu. „Einkennilegt og óásættanlegt“ Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Þar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar fram bókun. „Einkennilegt og óásættanlegt er að borgarstjóri hafi ákveðið, upp á sitt eindæmi, að takmarka aðgang borgarfulltrúa að opinberum móttökum Reykjavíkurborgar, þar á meðal verðlaunaafhendingum á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald þar sem borgarstjórn starfar sem ein heild og eru móttökurnar haldnar fyrir hönd allra borgarstjórnar, ekki einstakra stjórnenda,“ sögðu fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar fyrir helgi. Tekið er fram að forsætisnefnd beri ábyrgð á yfirumsjón móttaka og því sé óeðlilegt að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi tekið ákvörðun um að breyta gestalistanum án þess að láta vita. „Verðlaun og viðurkenningar eru veitt af allri borgarstjórn, jafnvel þótt borgarstjóri afhendi þau formlega. Það réttlætir ekki að takmarka aðkomu kjörinna fulltrúa að slíkum viðburðum né verður séð að um sparnað sé að ræða. Málið snýst ekki um að einstaka fulltrúar sæki móttökur, heldur ásýnd borgarstjórnar út á við og virðingu við þá einstaklinga og hópa sem hljóta verðlaun frá borginni.“ Snýst um að vera upplýst „Ég tek fram að þetta snýst ekki um að ég mæti í einhverja móttöku heldur meira um það að við séum upplýst og borgarstjórn viti fyrir fram að það er verið að veita verðlaun,“ segir Magnea. Reglur um móttökur Reykjavíkurborgar voru samþykktar árið 2019 og hefur þeim ekki verið breytt síðan. „Mér finnst þetta einkennast af einhverju hugsunarleysi, þarna er verið að taka ákvörðun. Ég held að áferðin sé ekki góð á þessu máli, við erum fjölskipað stjórnvald og þegar verðlaun eru veitt fyrir hönd borgarinnar þá er borgin öll að veita þau þótt borgarstjórinn formlega afhendi þau.“ Magnea tekur fram að ekki sé um að ræða stórt pólitískt mál en það sé samt sem áður mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um slíkar ákvarðanir. Íbúar sem séu á verðlaunaafhendingunum ætlist til þess að fulltrúar flokkanna séu á staðnum svo þetta sé einnig ákveðið ásýndarmál.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira