Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar 18. desember 2025 15:31 Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun